![Screen Shot 2014-10-06 at 12.57.44 PM](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2014/10/Screen-Shot-2014-10-06-at-12.57.44-PM.png)
Hólmfríði Ólafsdóttur brá heldur betur í brún þegar hún, ásamt móður hennar, tók við bréfi á heimili sínu í Reykjavík sem var heldur betur illa lyktandi.
„Aldrei séð mömmu mína í öðru eins uppnámi og þegar þetta bréf beið mín illa lyktandi og lekandi við dyrnar.. aumingja pósthússtarfsfólkið búið að plasta því inn..“ segir Hólmfríður á Facebook síðu sinni.
Þær mæðgur öskruðu og kúguðust því þær héldu að einhver óvinur Hólmfríðar hefði sent henni rotnandi líkamsparta og íhugaði hún að hringja í lögregluna.
„Ákvað þó til öryggis að hringja fyrst í Hörpu Hilmarsdóttur fiskvinnslukonu í Vestmannaeyjum sem hló eins og svín í símann og kannaðist aldeilis við bréfið: „Þetta eru fiskiaugu úr vinnslunni Hólma mín““ segir Hólmfríður.
Þess má til gamans geta að Hólmfríður er söngkona og gaf út þetta skemmtilega lag í sumar
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2022/01/Screenshot-2022-01-05-at-12.11.47.jpg)
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.