Fékk hugmynd og lærði að forrita, komin í loftið 4 mánuðum síðar – Frumkvöðlar

988605_10152414663121002_957255294_nEkki hefur borið mikið á frumkvöðlinum Hauki Guðjónssyni síðastliðin ár, en hann hefur byggt upp hið ótrúlega flotta fyrirtæki Búngaló sem sérhæfir sig í útleigu á íslenskum sumarbústöðum og er eitt af flottari sprotafyrirtækjum landsins.

Haukur opnaði Búngaló eftir talsverða undirbúningsvinnu árið 2010 en Búngaló óx hratt 2011 og eru nú yfir 12 þúsund skráðir notendur á síðunni og um 300 sumarbústaðir um land allt skráðir þar en síðan er sú allra stærsta í útleigu á sumarhúsum hér á landi.

Haukur segir að upphaflega hafi hann ákveðið að fara af stað með þjónustuna þar sem hann sjálfur lenti í vandræðum með að finna og leigja sumarbústaði; “fljótlega gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri einnig frábær miðill til að hjálpa fjölskyldum sem eiga sumarbústað að skapa sér og fjölskyldum sínum aukatekjur” segir Haukur, “það hagnast allir af þessu fyrirkomulagi hvort sem það eru eigendur bústaðanna sem fá auknar tekjur eða ferðafólk sem fær aukið úrval gistimöguleika á viðráðanlegu verði út um allt land.”

Þegar Haukur hafði ákveðið að fara af stað með verkefnið beið hann ekki boðanna, “Ég held að fyrsta útgáfan hafi farið í loftið ca. 4 eða 5 mánuðum eftir að ég fékk hugmyndina. En það var náttúrulega útaf því að ég þurfi að læra að forrita vefsíðuna.” segir Haukur.

Haukur hefur starfað mikið með öðrum frumkvöðlum en hann hefur kennt stofnun fyrirtækja við Listaháskólann og á hinum ýmsu námskeiðum. Ásamt Búngaló og námskeiðahaldi rekur hann vefsíðuna Frumkvöðlar.is sem tekur á hinum ýmsu málefnum sem snerta frumkvöðla og frumkvöðlastarf.

Screen Shot 2013-07-12 at 2.42.37 PMUm Búngaló

Fjölbreytt úrval

Búngaló sérhæfir sig aðallega í útleigu sumarbústaða en úrvalið er þó mjög fjölbreytt og auk þess að vera með sumarbústaði í öllum stærðum og gerðum þá er einnig hægt að leigja gamla uppgerða sveitabæi, fjallakofa og íbúðir. Einnig hefur Búngaló hægt og rólega fært sig yfir á Norðurlöndin og er í dag með nokkrar eignir í Svíþjóð.

Átt þú sumarbústað?

Vegna aukina eftirspurna eftir sumarbústöðum þá er Búngaló að leita eftir fleiri eignum á skrá svo ef þú átt sumarbústað sem stendur ónotaður hluta af árinu þá gætir þú skapað þér tekjur með því að skrá bústaðinn á www.bungalo.is eða hringt í Búngaló í síma 445-4444.

SHARE