Fékk ósk sína uppfyllta og fékk að velja dauðadag sinn

Hin 29 ára gamla Brittany Maynard fékk ósk sína uppfyllta um að velja dauðadag sinn. Hún lést í nótt.
Brittany þjáðist af heilaæxli sem kallast Glioblastoma og höfðu læknar gefið henni þær lífslíkur að hún ætti 6 mánuði eftir ólifaða.

My glioblastoma is going to kill me and that´s out of my control. I´ve discussed with many experts how I would die from it and it´s terrible, terrible way to die. So being able to choose to go with dignity is less terrifying.

Brittany komst í fréttirnar þegar hún ákvað að hún vildi deyja með reisn og fá að velja dauðadag sinn. Þessi ákvörðun er ansi umdeild víða um heim og varð Brittany andlit hreyfingar sem styður rétt fólks til að deyja.
Í fylkinu Oregon í Bandaríkjunum er það hins vegar leyfilegt undir lögunum um Death with Dignity fyrir dauðvona sjúklinga að fá að enda líf sitt áður en þjáningarnar verða of miklar og það var sú ákvörðun sem Brittany tók.

Það tók langan tíma fyrir Brittany að taka þessu ákvörðun og sagði hún að þetta væri langt því frá skyndiákvörðun heldur langt ferli sem hún gekk í gegnum. Læknar fjarlægðu eins mikið af æxlinu og þeir gátu en tveimur mánuðum seinna var það orðið tvisvar sinnum stærra.
Brittany aflaði sér mikilla upplýsinga um sjúkdóm sinn og allar niðurstöður leiddu hana að þeirra niðurstöðu sem hún tók.

Í júní flutti hún með eiginmanni sínum, móður og stjúpföður til Oregon þar sem þessi athöf var ekki leyfð í fylkinu sem hún bjó í að fá lækni til að skrifa upp á lyf sem endar líf dauðvona sjúklinga á kvalarlausan hátt.

Lokaorð Brittany urðu svo eftirfarandi á Facebook.

Goodbye to all my dear friends and family that I love. Today is the day I have chosen to pass away with dignity in the face of terminal illness, this terrible brain cancer that has taken so much from me… but would have taken so much more. The world is anbeautiful place, travel has been my greatest teacher, my close friends and folks are the greatest givers. I even have a ring of support around my bed as I type… Goodbye world. Spread good energy. Pay it forward.

cover-768

 

SHARE