Mandy Cherry var að gæta dóttursonar síns fyrir utan McDonalds, á meðan móðir hennar fór inn til þess að kaupa ís, þegar ókunnug kona réttir barninu pela, fullan af klór.
Litli drengurinn, sem er 11 mánaða, drakk úr pelanum en kúgaðist og ældi en lifði þetta af vegna skjótra viðbragða móður sinnar og ömmu.
Það var 53 ára gömul kona, Elaine Joyner, sem framdi þennan verknað og hefur verið lögð inn á geðdeild. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún hefur gert eitthvað í líkingu við þetta.