Fékk taugaáfall og byrjaði með hlaðvarp

Ég hitti Hafstein Sæmundsson sem er 37 ára verðandi föður sem hefur mjög áhugaverða sögu að segja.  Hann er í sambúð og sem fyrr segir, eru þau að fara að eignast sitt fyrsta barn í janúar. Hafsteinn er sjálfstætt starfandi í dag og heldur úti hlaðvarpinu Bíóblaður þar sem hann hittir allskonar fólk og ræðir við þau um allskyns bíómyndir. Spjallið fer þó oftast nær um víðan völl og þættirnir erum eins fjölbreyttir eins og þeir eru margir. 

Ég komst að því, eftir að ég mætti í Bíóblaðrið til hans, sem gestur, að saga hans er langt frá því að vera eins og flestra annarra og áhugavert að heyra hvernig stóð á því að hann fór að framleiða hlaðvörp. 

Sjá einnig: Raunverulegar konur – Ellý Ármanns

Hafsteinn vann í heimilistækjaverslun þar sem hann starfaði í 2 ár við að teikna og selja eldhúsinnréttingar. „Mér fannst vinnan skemmtileg og var að vinna með góðu fólki“, sagði Hafsteinn í spjalli við hún.is. Fyrirtækið stækkaði mjög hratt á frekar skömmum tíma og álagið jókst jafnt og þétt. „Fyrirtækið var allt öðruvísi þegar ég hætti miðað við hvernig það var þegar ég byrjaði. Það var bullandi góðæri á Íslandi,“ sagði Hafsteinn í spjalli okkar en hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2017 og hætti 2019.

Flutningar og mikið álag

Hafsteinn og kærasta hans voru að flytja, selja og kaupa íbúð, það var „Black Friday“ í vinnunni hjá honum árið í lok nóvember 2019. „Það var brjálað að gera og opið fram á kvöld. Þá leið mér eins og ég væri að kafna. Ég fór veikur heim og var bara heima í 2-3 daga eftir þetta. Eftirá hugsa ég að þetta hafi bara verið álagsveikindi frekar en einhver flensa.“ Á þessum tíma var kærastan hans og fleiri úr fjölskyldunni farin að taka eftir breytingu á Hafsteini og að hann hafi hreinlega ekki litið vel út. Hann var heima um helgina og á mánudeginum.

Á mánudagskvöldinu segir Hafsteinn við kærustuna sína að hann ætli að fara í vinnuna daginn eftir, á þriðjudeginum, sem hann svo gerir: „Ég mætti í vinnuna, fyrir framan tölvuna mína og átti fjölda ólesinna pósta. Mér var líka sagt að mín biðu mörg teikniverkefni og ég yrði fullbókaður næstu 2-3 vikur fram að jólum. Ég reyndi að einbeita mér og hugsaði með mér að ég skyldi bara taka góðan hádegismat og svara svo einum tölvupósti í einu,“ segir Hafsteinn.

Hafsteinn fór á pizzastað, einsamall, og pantaði sér pizzu. „Ég hafði aldrei fengið kvíðakast, en eins og flestir lýsa því þá var ég bara að fá kvíðakast þarna, sitjandi á pizzastað. Ég hringdi í yfirmanninn minn og sagði við hann að ég yrði að fá að hitta hann strax. Hann kom á staðinn og ég byrjaði að hágráta, brotnaði alveg niður.“

Sjá einnig: Raunverulegar konur – Ásdís Rán

Hafsteinn segir að yfirmaðurinn hans og eigandi fyrirtækisins hafi báðir verið mjög almennilegir við hann og sagt honum að fara bara heim. Þeir myndu sjá um allt fyrir hann í vinnunni. Hafsteinn fór heim, hringdi í kærustuna og steinsofnaði svo. Gjörsamlega sigraður.

Skemmtilegar tilviljanir

Í kjölfarið fór Hafsteinn að leita sér aðstoðar en hann hafði fengið algjört taugaáfall. Hann fór að fara til sálfræðings og hafði samband við Virk og það endaði með því að hann fór ekki aftur að vinna hjá heimilistækjaversluninni. Hann fór að hreyfa sig og gefa sér meiri tíma fyrir kærustuna, vinina en margt hafði setið á hakanum í langan tíma „Ég sá það ekki fyrr en eftir á að ég hafði verið að vanrækja allt í lífi mínu, nema vinnuna. Ég átti ekkert eftir þegar vinnudeginum lauk,“ segir Hafsteinn. 

Sjálfsvinnan skilaði sér og Hafsteinn man eftir deginum sem hann vaknaði í fyrsta skipti og var fullur tilhlökkunar, fyrir litlu og stóru hlutunum. Það gerðist 4 mánuðum eftir að hann hrundi. 

„Það voru allir sammála um að það væri best fyrir mig að hætta hjá fyrirtækinu. Þetta var ekki það sem ég vildi í lífinu. Mig hafði alltaf langað að vinna við eitthvað sem ég hafði áhuga á. Ég las bók sem heitir „Subtle Art of Not Giving a F***“ og hún talaði rosalega sterkt til mín á þessum tíma,“ segir Hafsteinn og hann fann að hann vildi gera eitthvað sem hann hafði alltaf viljað gera en ekki þorað. Mig langaði að vera með hlaðvarp um bíómyndir. „Það er líka svo skemmtileg tilviljun að þegar ég var að segja bróður mínum frá þessu sagði hann að það væri akkúrat verið að gera upptökuherbergi fyrir hlaðvarp í vinnunni hjá honum.

Hafsteinn vildi ekki vera með þurrar umfjallanir um eina mynd í einu og ekki að þættirnir séu gagnrýnisþættir. „Ég gef út tvo þætti í viku og stefni á að gera 1000 þætti en vona bara að ég geti haft tekjur af þessu,“ segir Hafsteinn og bætir við að viðbrögðin við þáttunum hafi verið framar vonum. „Það er svakalega skemmtilegt að fá skilaboð frá fólki sem er að segjast hafa verið að hlusta á þáttinn og hrósa honum.“ 

Það eru komnir 31 þáttur nú þegar og Hafsteinn er hvergi nærri hættur. Bíóblaður er á Youtube og Spotify og við mælum eindregið með því að þið kíkið á. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here