Félagsráðgjafi hafði samband við Barnabros.is Getur þú aðstoðað?

Svona hljómar Facebook færsla hjá Góðverk – Gleði – Barn:

Félagsráðgjafi hafði samband við okkur vegna nemanda í grunnskóla. Það er ferð á vegum skólans sem nemandinn hefur ekki kost á að fara í án fjárhagslegar aðstoðar. Ferðin kostar 30.000 kr. Ef þú vilt aðstoða okkur við að borga ferðina (sem við munum greiða beint inn á skólann) þá er reikningsnúmerið okkar. 0313-26-047101 kt: 471010-1380. Öll upphæðin sem þú leggur til mun fara beint í þetta verkefni. Þú gætir svo sent okkur póst á barnabros@barnabros.is og við segjum þér nánar frá þessu verkefni.

Bestu þakkir um að deila.

Andrea og Rannveig

Barnabros eru samtök sem gleðja börn á Íslandi
Barnabros voru upphaflega stofnuð með það í huga að safna framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum og kaupa gjafabréf á upplifun fyrir börn á Íslandi, sem þess þarfnast. Barnabros hafa nú tæp 3 ár starfað. Starfið hefur vaxið og stækkað. Viðbrögð fólks við Barnabrosum hafa farið fram úr okkar björtustu væntingum og höfum við nú náð að gleðja ótal börn, þökk sé góðu fólki. Allt hófst þetta sem hugmynd hjá okkur vinkonunum; okkur langaði að reyna gera lífið örlítið bjartara hjá börnum sem þörfnuðust þess. Barnabros hafa ekki einvörðungu gefið börnum gjafabréf á upplifun eins og upphaflega stóð til; barnafatnaður, tómstundir, skólamáltíðir, skólaferðir og sumardvalir eru meðal þess sem okkur hafa borist beiðnir um, auk fleira. Barnabros leggja mikið uppúr samstarfi við fagaðila.

Barnabros er með reikning sem þú getur lagt inn á rn: 0313-26-047101 kt: 471010-1380
Heimasíða þeirra http://barnabros.is/

SHARE