
Smá tækniörðugleikar hjá henni Siggu í þessu myndbandi en síminn snýr á hvolfi í byrjun, en það er nú bara skemmtilegt.
„Ég hef alltaf haldið að græjur myndu bjarga mér í lífinu,“ segir Sigga. „En ég hef átt 3 saumavélar í gegnum tíðina.“
Þetta myndband er tileinkað því sem við þekkjum öll, en það er slúður. „Ég er að venja mig af slúðri. Ég segi ekki 100% en ég er alltaf að æfa mig. Ég tek slúðrið sem verið er að segja mér, hvort sem það er um einhvern frægan eða ófrægan og treð orðunum ofan í mig, svo fer ég á klósettið og læt það svo detta ofan í dolluna!“