Þessa dagana stendur Jóhann G. Jóhannsson í ströngu við að undirbúa frumsýninguna á Kvennafræðaranum í Þjóðleikhúsinu. Í Yfirheyrslunni í dag segir hann okkur frá tískuslysum og hvernig hann sjái sig fyrir sér í ellinni.
Fullt nafn: Jóhann Gunnar Jóhannsson
Aldur: 41
Hjúskaparstaða: giftur
Atvinna: leikari og allskonar.
…
Hver var fyrsta atvinna þín?
Ég ryksugaði tröppurnar hjá mömmu og pabba fyrir mat og húsnæði. Fyrsta launaða atvinna utan heimilis var þegar ég var 12ára og ég og Helgi vinur minn rifum allt út úr hesthúsinu fyrir pabba. Helgi er smiður í dag, ég kenndi honum vel.
Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?
Ég var eitt stöðugt tískuslys svona eftir á að hyggja en var gífurlega töff á meðan á því stóð. Hvítur púff jakki (eins og annar vondi kallinn í Beat It myndbandinu, eiturgrænir skór, Howard Jones litun og klipping og með bláan blýant undir augunum.
Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
Já.
Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Já pottþétt, hef það oft farið í tilraunir sem margar gengu ekki upp.
Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Nei yfirleitt ekki. Hef ekki áhuga á því.
Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Er að frumsýna Kvennafræðarann í Þjóðleikhúsinu 18. apríl. Þar er ég nakinn og það skorar mjög hátt.
Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
www.snilli.is
Seinasta sms sem þú fékkst?
“Nei….thu!” Frá Gunna Helga. Við vorum að mæra hvorn annan.
Hundur eða köttur?
Hundur.
Ertu ástfanginn?
Já
Hefurðu brotið lög?
Já. Umferðarlög.
Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Jahá
Hefurðu stolið einhverju?
Já, notuðum batteríum, hjörtum, mat, víni, bíl..
Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
Ég vil engu breyta, þau mistök sem ég hef gert hef ég lært af og það hefur gert mig að þeim sem ég er í dag. Mér líkar ekkert sérstaklega vel við mig í dag en ég vil engu breyta.
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Ferðalög, golf, hestar, bissí bissí!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.