Í eldhúsinu er ekki bara hráefni að finna til matargerðar heldur er, ef vel er að gáð, gnægð hráefna sem nota má útvortis. Salatblöð og sítrónur, hunang og jafnvel skyr. Öll þessi hráefni geta hæglega nýst til þess að fríska upp á þreytt og lúið hörund, Hér fara nokkur indæl ráð til að vinna mót elli kerlingu með náttúrulegum leiðum – allt með hráefnum sem finna má í eldhúsinu.
SALATMASKI
Dýfið stórum, vel þvegnum salatblöðum í kaldpressaða ólífuolíu, látið olíuna drjúpa vel af þeim og kreistið ögn af sítrónusafa á þau. Leggið blöðin á andlitið. Þrýstið þeim þétt að hörundinu og leggið raka grisju yfir. Fjarlægið maskann eftir 25 mínútur.
Áhrif: Salatmaskinn er mjög frískandi og róandi. Á vel við allar húðtegundir.
SÆNSKUR FEGRUNARMASKI
3 matskeiðar af hreinu skyri eru hrærðar út með rjóma og 1 matskeið af hunangi bætt út í hræruna. Úr þessu verður þykkt krem sem borið er á andlit og háls. Hunangið er ekki hitað upp fyrir noktun.
Áhrif: Hreinsar og sléttir húðina. Á vel við allar húðtegundir.
HVEITIMASKI
Svolítið óbleikjað hveiti er hræt út með volgri mjólk og volgu hunangi þannig að úr verði þykkur grautur. Í staðinn fyrir mjólk er einnig hægt að nota volgt jurtaseyði úr kamillu- eða lindiblómum en þá er hunanginu ofaukið. Síðan er þykkt lag af volgum grautnum borið á andlitið og þvegið af með volgri mjólk eðaa jurtavatni eftir 15 mínútur.
Áhrif: Hreinsar og sléttir húðina. Maskinn er mjög góður fyrir blandaða húð.
SÍTRÓNU – HREINSIMASKI
Sítróna, sem ekki hefur verið úðuð, er skorin í tvo helminga og innihaldið fjarlægt úr öðrum helmingnum. Í auðu hvilftirnar er síðan látin ein eggjarauða og þetta látið standa i nokkrar klukkustundir. Eggjarauðan sígur í sig eterískar olíur úr sítrónuberkinum. Áður en maskinn er borinn á hörundið er nokkrum sítrónudropum bætt í hann. Eftir að maskinn hefur verkað á húðina í 20 mínútur er hann þveginn af, fyrst með vel volgu, síðan með köldu vatni.
Áhrif: Hefur herpandi áhrif, hreinsar og sléttir húðina.
AVOCADOMASKI
Fullþroska, mjúkur avocadoóávöxtur er skorinn í tvennt og úr aldinkjöti annars helmingsins og hálfri eggjarauðu er hrært mjúkt deig, sem hægt er að smyrja með. Bætið nokkrum sítrónudropum út í hræruna. Berið maskann á andlit og háls, látið hann liggja í 20 mínútur á hörundinu og þvoið hann af með vel volgu atni.
Áhrif: Nærir og lífgar þurra og viðkvæma húð.
STEINSELJU- OG SKYRMASKI
Fersk steinselja er brytjuð smátt niður og einum hnefa af henni hrært saman við tvær til þrjár matskeiðar af hreinu skyri. Grauturinn er síðan borinn á andlitið og þveginn af með volgu vatni eftir 30 mínútur. Til þess að varna því að grauturinn renni niður af andlitinu, er fíngerð grisja lögð yfir maskann.
Áhrif: Frískandi og róandi. Hefur góð áhrif á ofnæmisgjarna og þreytta húð sem oft einkennir íbúa stórborga.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.