Ferskt pastasalat

Þetta er að verða vandræðalegt, ég veit en hvað get ég sagt annað en vá hvað ég er heppin með mágkonu. Þetta pastasalat er tær snilld og gott að gera rúman skammt til að eiga í nesti!

Uppskrift:

150 gr pastaskrúfur
1 grænmetisteningur
1/2 lítri vatn
1 msk hvítvínsedik
1 tsk gróft salt
1 tsk nýmalaður pipar
1/2 dl vatn
2 msk olía
1 dl söxuð steinselja
100 gr smátt saxaður rauðlaukur
1/2 agúrka í sneiðum
250 gr jöklasalat
100 gr Óðalsostur í litlum teningum.

Aðferð:

Sjóðið vatn, setjið grænmetistening og pastaskrúfur útí látið sjóða í 10 mín.

Blandið saman ediki, salti, pipar og vatni, þeytið vel með pískara. Bætið olíunni smátt og smátt saman við og þeytið vel á meðan. bætið þá steinseljunni í olíusósuna og hellið síðan yfir soðnar pastaskrúfurnar á meðan þær eru enn heitar, hrærið vel í salatinu með gafli og skeið, kælið salat.

Þegar pastasalat orðið kalt bætið við agúrkum, salati og osti.

 

Njótið svo vel og ekki verra að njóta með góðum vinum.

SHARE