Ferskt pastasalat Röggu

Þetta er geggjað pastasalat og alveg upplagt að gera ríflegan skammt og nýta sem nesti daginn eftir í vinnu og skóla.

Uppskrift:

150 gr pastaskrúfur

1 grænmetisteningur

1/2 dl vatn

3 msk hvítvínsedik

1 tsk gróft salt

1 tsk nýmalaður pipar

2 msk olía

1 dl steinselja

100 gr saxaður rauðlaukur

1/2 agúrka í sneiðum

250 gr jöklasalat

100 gr óðalsostur

Aðferð:

Sjóðið vatn og bætið grænmetistening útí. setjið pastaskrúfur í sjóðandi vatnið og sjóðið í 10 mín.

Blandið saman ediki, salti, pipar, og vatni. Bætið olíunni smátt og smátt útí og þeytið vel saman. Setjið steinseljuna í olíusósuna og hellið síðan yfir soðnar pastaskrúfurnar á meðan þær eru heitar. Hrærið vel í salatinu með gafli og skeið, kælið salatið.

þegar salatið orðið kalt bætið þá lauk, gúrku, salati og osti í salatið.

Sjá meira: https://www.hun.is/raektadu-thitt-eigid-engifer/

Svo er bara að njóta vel.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here