Þetta er geggjað pastasalat og alveg upplagt að gera ríflegan skammt og nýta sem nesti daginn eftir í vinnu og skóla.
Uppskrift:
150 gr pastaskrúfur
1 grænmetisteningur
1/2 dl vatn
3 msk hvítvínsedik
1 tsk gróft salt
1 tsk nýmalaður pipar
2 msk olía
1 dl steinselja
100 gr saxaður rauðlaukur
1/2 agúrka í sneiðum
250 gr jöklasalat
100 gr óðalsostur
Aðferð:
Sjóðið vatn og bætið grænmetistening útí. setjið pastaskrúfur í sjóðandi vatnið og sjóðið í 10 mín.
Blandið saman ediki, salti, pipar, og vatni. Bætið olíunni smátt og smátt útí og þeytið vel saman. Setjið steinseljuna í olíusósuna og hellið síðan yfir soðnar pastaskrúfurnar á meðan þær eru heitar. Hrærið vel í salatinu með gafli og skeið, kælið salatið.
þegar salatið orðið kalt bætið þá lauk, gúrku, salati og osti í salatið.
Sjá meira: https://www.hun.is/raektadu-thitt-eigid-engifer/
Svo er bara að njóta vel.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!