Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu. Lögreglan sagði frá því að í gær hafi karlmaður á fertugsaldri svipt sig lífi í Skessuhelli. Börn sem voru þar að leik urðu mannsins vör og hafa nú fengið áfallahjálp. Hér er tilkynningin í heild sinni:
“Tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum
Í gær klukkan 15:56 voru lögregla og sjúkralið send í Skessuhelli sem er norðan við smábátahöfnina í Grófinni í Reykjanesbæ. Þar hafði sá hryggilegi atburður orðið, að karlmaður hafði svipt sig lífi. Börn sem voru þarna að leik urðu mannsins vör, en Skessuhellir er manngert birgi, sem er alla jafna fjölsótt af börnum og unglingum.
Rannsókn leiddi í ljós að maðurinn, sem var fertugur að aldri, var hælisleitandi sem hefur dvalið á gistiheimilinu FIT í Reykjanesbæ í skamman tíma ásamt syni sínum sem er á unglingsaldri. Barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart og tóku þau drenginn í sína umsjá. Börnunum sem komu að manninum og forráðamönnum þeirra var veitt áfallahjálp í kjölfar atburðarins.
Lögreglan á Suðurnesjum annast rannsókn málsins og mun ekki gefa frekari upplýsingar um málsatvik.”