Ljósmyndarinn Gustavo Gomess tók þessa stórkostlegu myndaseríu af kærustunni sinni þar sem hún er að koma barni þeirra í heiminn, en þau eru búsett í Brasilíu.
„Hér á landi er stærsta hlutfall kvenna sem fara í keisaraskurð í heiminum, eða um 50% kvenna á almennum spítölum. Á einkareknum spítölum er talan mun hærri eða um 87% og það þarf ekki að vera nein læknisfræðileg ástæða fyrir því heldur þykir þetta bara fljótlegra heldur en venjuleg fæðing,“ segir Gustavo einnig.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.