Í gær stöðvaði lögreglan fíkniefnasendingu sem átti að fara með áætlunarflugi frá Reykjavík til Ísafjarðar. Í sendingunni reyndist vera um 10 grömm af marijúana. Móttakandi sendingarinnar var handtekinn á Ísafirði og var hann færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Hann viðurkenndi að hafa átt von á fíkniefnum. Málið telst upplýst.
Um var að ræða samstarfsverkefni lögreglunnar á Vestfjörðum, á höfuðborgarsvæðinu og tollgæslunnar í Reykjavík. En tollgæslan lagði til fíkniefnaleitarhund. Lögreglan hvetur alla þá sem búa yfir upplýsingum hvers konar fíkniefnameðhöndlun að hafa samband í upplýsingasíma lögreglunnar, sem er 800 5005. Fullri nafnleynd er heitið.