Fimm barna móðir gefur leg sitt til annarrar konu

Fimm barna móðir gefur konu, sem hefur glímt við ófrjósemi árum saman, leg sitt. Hún kom fram í morgunþættinum Good Morning America.

Aprill Lane reyndi að eignast börn í nokkur ár áður en hún varð móðir 5 barna. Þau eru núna 7 ára og yngri.  „Ófrjósemi hefur mikil tilfinningaleg og félagsleg áhrif á mann og ef ég get gert eitthvað til að hjálpa annarri manneskju þá geri ég það.“

Það var svo á seinasta ári sem hún gaf leg sitt til annarrar konu sem hafði ekki getað átt börn.

Leg hefur verið grætt í konur sem hafa ekki getað átt börn og konur sem hafa fæðst án legs. Þegar kona hefur fengið leg grætt í sig getur hún gengið með eitt eða tvö börn en þá þarf að taka legið. Það er gert til þess að hún þurfi ekki að taka lyf, sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni leginu, alla ævi.

SHARE