Hvað er það fyrsta sem kemur í hugann þegar „Doggy Style” ber upp í umræðunni? Sennilega hrá kynmök – litil nánd, mikill losti og hamagangur í svefnherberginu. En veistu, til eru fjölmargar leiðir til að gera stellinguna ljúfa og notarlega, auka á nándina og krydda þannig upp kynlífsleikinn. Hér fara nokkrar tillögur sem finna má á vef Cosmo – sem er hálfgerð kynlífsbiblía:
-
Prófið að „spoona”, en þá vefur karlmaðurinn örmum sínum utan um konuna. Doggy stellingin er hrá í eðli sínu, býður upp á óhaminn losta en ef bæði „spoona” í rúminu, liggja líkamarnir þétt saman og nándin verður meiri. Sénsinn er sá að þið getið hvíslað ástarorðum að hverju öðru og hann sér andlit þitt meðan á ástaratlotunum stendur.
-
Biddu hann að hægja aðeins á taktinum í byrjun. Doggy stellingin gefur karlmanninum talsverð völd yfir hreyfingum og takti. Því er auðvelt fyrir karlmanninn að keyra af stað á fullum krafti. Biddu hann að byrja hægt, með grunnum þrýstingi og vinna smám saman upp taktinn þar til lostinn tekur öll völd og …
-
Ekki klæmast á meðan. Slepptu frekar dónatalinu. Talaðu fallega við hann í staðinn. Segðu honum að þú elskir hann. Hvettu hann áfram með blíðum orðum. Þannig er auðvelt að hvetja til blíðari atlota og sleppa nándinni lausri.
-
Snúðu höfðinu og líttu aftur fyrir þig meðan þið njótið ásta í Doggy stellingunni. Helsta vandkvæðið við Doggy er að elskendur geta illa myndað augnsamband sem er eitt af lykilatriðum í nánu kynlífi. Bara vegna þess að þú snýrð baki í manninn er ekki þar með sagt að þú getir ekki litið yfir öxlina og horft á hann. Prófaðu bara, það er bæði sætt og sjúklega sexí.
- Byrjið í Doggy stellingunni og skiptið svo þegar hiti er kominn í leikinn. Það er bæði hægt að byrja i Doggy, breyta um takt þegar lengra er komið og biðja hann að flytja sig yfir í Trúboðann skömmu áður en hann nær hámarkinu. Sestu jafnvel klofvega ofan á hann rétt áður en hann, eða þið bæði, náið hámarki. Augnsambandið er allt í þessum efnum – algjör vinningsstaða.
Sjá einnig: 10 dásamlegir hlutir sem þú þarft að vita um leggöngin þín
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.