Fimm fegrunarráð fyrir húðina

 

 

Það leynist margt í eldhúsinu sem getur nýst húðinni vel. Hver vill ekki stinna og ljómandi húð fyrir lítinn pening?

 

1. Sítrónur

– kreistu sítrónusneið út í vatnsglas á hverjum morgni og drekktu á fastandi maga. Þetta hjálpar lifrini að hreinsa eiturefni úr líkamanum og eykur almennt hreysti og hreina húð.

 

2. Aduki baunir

– ef þú átt baunakvörn geturðu skellt hnefa af Aduki baunum og mulið í duft. Notaðu eina matskeið af dufti og blandaðu við eina matskeið af vatni í lófanum. Makaðu leðjunni í andlitið og láttu hana virka í fimm mínútur. Skolaðu svo með vatni. Húðin verður endurnærð og ljómandi á eftir, enda gamalt fegrunarráð frá Geisha gyðjunum í Kína.

 

3. Hveitikímsolía

– inniheldur mjög hátt hlutfall af E-vítamíni sem húðin elskar. Mjög græðandi og vinnur á hrukkum. Gott að taka kúr vikulega og nudda olíunni vel inn í húðina fyrir svefninn. Húðin verður silkimjúk daginn eftir. Olían geymist best í ísskáp.

 

4. Kísill

– byggingarefni fyrir húð, hár og neglur. Spínat, linsur, baunir, rúsínur og möndlur eru dæmi um fæðitegundir sem innihalda mikið af kísil. Best er að taka inn kísil sem fæðubótaefni í þrjá mánuði og gefa líkamanum langtíma byrgðir til að endurnýja sig. Húðin styrkist til muna af langtíma inntöku á kísil.

 

5. Eplaedik

– lífrænt eplaedik innihalda meltingarensým sem hafa alhliða áhrif á hreysti líkamans. Þegar meltingin er í lagi styrkist einnig húðin. Gott er að setja matskeið útí vatnsglas fyrir hverja máltíð eða þegar þú manst eftir því. Eplaedik gerir undur fyrir húðina og vinnur gegn bólumyndun. Dýfðu bómull í vatn með smá eplaediki í notaðu sem andlitsvatn á hreina húð áður en þú berð næturkremið á þig.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here