ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is
Fyrsta kenning:
Bíbí Ólafsdóttir miðill sagði eitt sinn við mig þegar ég fór á miðilsfund hjá henni „Samkynhneigðir eru yfirleitt lengur að finna sig en gagnkynhneigðir einstaklingar.“ Ég hef oft velt þessari setningu fyrir mér og hef komist að þeirri niðurstöðu að hún er einfaldlega bara rétt. Samkynhneigðir eru yfirleitt mun lengur að móta sig í lífinu vegna þess hversu mikil tilfinningabarátta þetta getur haft í för með sér. Þetta er ekki aðeins álag á viðkomandi heldur er þetta álag á nánustu aðstendur.
Samkynhneigðir eru yfirleitt mun lengur að móta sig í sambandi heldur en gagnkynhneigt par.
Það er mjög sjaldgjæft að samkynhneigt par (sérstaklega ungt par) nái að binda rótum saman til langtíma og ef svo er þá er oft um opið samband að ræða, framhjáhald eða þriðja hljólinu bætt við til að krydda kynlífið.
Ástæðan fyrir þessu er að sumir samkynhneigðir einstaklingar eru alltaf að leita af einhverju, vita einfaldlega ekki hvað þeir vilja. Þeir halda að þeir vilji samband en svo þegar í samband er komið þá er það ekki málið. T.d. hef ég tekið oft eftir þegar samkynheigðir strákar koma út eða hætta í sambandi þá gjörsamlega flippa þeir, verða eins og beljur þegar þær fá að fara út á vorin. Og það mætti eiginlega segja það, að koma út er eins og þegar beljunar fá að fara út á vorin, hoppa og skoppa og finna frelsið.
Beljunar hafa verið innilokaðar inn í fjósi heilan vetur, og sama má segja um samkynhneigða. Nema að við höfum verið innilokuð allt okkar líf þangað til við opinberum kynhneigð okkar fyrir fólki.
Önnur kenning:
Ég hef velt því fyrir mér lengi hvort ég sé kvenmaður í karlmannslíkama. Ég hef rannsakað sjálfur hegðun, hreyfingu og hugsun samkynhneigðra manna og kvenna.
Það sem mér finnst hvað mest áberandi er hversu hreyfing samkynhneigðra karla er mun mýkri og fínni en hjá gagnkynhneigðum karlmanni. Ég hef líka tekið eftir að augnaráðið hjá samkynhneigðum mönnum er ekki eins hvasst og hjá gagnkynhneigðum karlmanni.
Það er svo ótal margt sem bendir til þess að samkynhneigður karlmaður sé í raun ekki aðeins með kynferðislega löngun eins og kvenmenn heldur virðist heilinn og taugakerfið virka svipað ásamt fleiru.
Mætti orða það þannig að þetta sé góð blanda af karlmanni og kvenmanni.
Sumir strákar vilja þó ekki viðurkenna þá staðreynd að við séum mun líkari kvenfólki. Ég hef heyrt setningu á borð við „Þú getur talað fyrir sjálfan þig, ég er allavegana karlmaður, þótt ég sé hrifinn af sama kyni, þýðir ekki að ég sé kvenmaður“ eða „Ég veit ekki með þig, en ég er karlmaður og geri karlmannlega hluti“. Þarna komum við að því að kvenmenn geta líka hagað sér eins og karlmenn þótt þær séu ekki lesbískar, sama gildir með stráka. Sumir strákar eru rosalega „hommalegir“ í töktum og margur myndi segja að sá einstaklingur sé hommi en er í raun gagnkynhneigður. Margt af þessu flækir hlutina. En aðeins tilfinningar getað sýnt fram á réttu hlið.
Þriðja kenning:
Sú kenning sem margir telja sér trú um, að samkynheigð sé val. Sú kenning er kjaftæði. Samkynhneigð er hvorki val né lífsháttur og enganveginn getum við kennt uppeldinu um, og til allra þá presta, predikara og ofsatrúamanna sem eru heilaþvegnir af Bíblunni og segja að samkynheigð sé synd og að Guð hati homma og lessur. Það er mesta þvæla sem til er. Ég spyr á móti: Ef Guð skapaði manninn, af hverju skapaði hann þá samkynhneigð? Þrátt fyrir að maðurinn hafi orðið til út af bakteríum líkt og allt lífríki á þessari jörðu. En það má hver og einn deila um það.
Samkynhneigð er meðfædd hvort sem fólki líkar það betur eða verr.
Samkynhneigð getur verið ættgeng, það eru fleiri í föður og móður ætt þinni sem eru samkynhneigðir, það er bókað mál. Og stundum getur það verið svo náið þér að þetta gæti jafnvel verið pabbi þinn eða móðir.
Fjórða kenning:
Líkt og allt sem tengist heila þá getur samkynhneigð verið væg og sterk. (ATH. ég er ekki að segja að samkynhneigð sé geðsjúkdómur).
Margir strákar og stelpur sem telja sig vera gagnkynhneigða og eru jafnvel í gagnkynhneigðu sambandi hafa oft löngun í sama kyn og langar að prófa. Sumir gagnkynhneigðir strákar láta verða að því að prófa sama kyn og oft er það gert í forvitnisskini. Það mun koma þér á óvart hversu margir í kringum þig hafa einhvertíman á lífsleiðinni prófað eða langar að prófa að hafa samfarir með sama kyni. Oft kemur það í ljós þegar fólk er undir áhrif áfengis eða annara vímugjafa.
Þess vegna vil ég orða þetta þannig. Flest okkar eru með væg eða sterk einkenni af geðsjúkdóm.
Þannig get ég sett þetta í samlíkingu við samkynhneigð. Samkynhneigð okkar er oftast nær mjög væg eða mjög sterk. Sorry það er enginn millivegur.
Fimmta kenning:
Ég man þegar ég var í grunnskóla og var þá ekki kominn út úr skápnum, þá var ég með ákveðinn hommahatur. Ég þoldi ekki homma. Ég tók tímabil í grunnskóla sem ég hélt ég væri nasisti. Gekk með hakakrossinn og sagði fólki sögur um Hitler. Að vísu var þetta eitt af mínum hlutum til þess að fá athygli, þar sem ég er mjög athyglissjúkur náungi.
Ég hafði voða sterka skoðun á samkynhneigð líkt og einstaklingar sem eru á móti samkynheigðum.
En þrátt fyrir þessar sterku skoðanir mínar á samkynhneigð, var ég alltaf mjög hrifinn af strákum og hafði mikla kynferðislega löngun til stráka. Sem í raun meikaði engan sens miða við skoðanir mínar.
Ég var í afneitun án minnar meðvitundar og þess vegna hataði ég það sem ég var sjálfur. Og var með mikla fordóma fyrir því sem ég er sjálfur. Þetta sýnir það að þeir sem eru með mestu fordóma og hatur í garð samkynhneigð hafa yfirleitt eitthvað að fela og eru oft með hatur á sjálfan sig og endurspegla það á aðra sem eru samkynhneigðir, til þess að bæla sýnar eigin tilfinningar.
Karlmenn sem bera mikla viðringu gagnvart samkynhneigðum og geta umgengst þá án þess að vera með fordóma og haldandi að þeir séu að reyna við sig eru öruggir með sýna kynhneigð. En karlmenn sem eru með mikla fordóma gagnvart samkynhneigð eru að berjast við sýnar eigin tilfinningar.
ATH það að þetta á ekki við um alla, og ég er ekki að alhæfa neitt. Bara mínar kenningar.