Fimm leiðir til að hætta að reykja

Hafi þér tekist að ánetjast reykspúandi pinnum og langar til þess að losa þig við þennan ósið þá gæti eitthvað af eftirfarandi ráðum hjálpað þér.

 

1. Niðurtalning
Prufaðu að ákveða hversu marga sígarettupakka þú ætlar að reykja í viðbót áður en þú finnur að þú ert tilbúin að segja skilið við sígarettuna. Það hjálpar þér að undirbúa þig andlega og að telja niður dagana.

2. Stuðningur
Skráðu þig á Reyklaus.is og fylgstu með hvað þú ert að spara mikinn pening fyrir hvern dag sem þú nærð að vera reyklaus. Það getur virkað sem umbun og hvatning.

3. Forðastu freistingar
Forðastu notkun áfengis eða mikla kaffidrykkju á meðan að þú ert að venjast því að reykja ekki dags daglega.

4. Sjálfsmyndin
Reyndu að hafa áhrif á sjálfsmyndina með því að rifja upp hvernig það er að vera reyklaus. Sjáðu þig fyrir þér sem reyklausa manneskju og mantraðu það á hverjum degi.

5. Dreifðu huganum
Vertu með eitthvað við höndina þegar að löngunin skellur á. Sumir verða háðir Candy Crush í staðinn, aðrir fara að prjóna eins og enginn sé morgundagurinn. Fráhvörfin eru verst fyrstu dagana en eru fljót að ganga yfir eftir því sem líkaminn endurheimtir sig. Vertu extra þolinmóð við sjálfa þig þessa erfiðu daga og láttu það eftir þér að borða eitthvað gott frekar en að reykja. Piparmyntudropar geta slegið á löngunina, settu einn til tvo dropa á tunguna og andaðu djúpt.

Gangi þér vel!

stop-smoking-and-stay-healthy

SHARE