Við skulum virða fyrir okkur í smástund sambönd fólks og horfa á þau eins og þau eru í raun og veru. Það er mjög auðvelt að ímynda sér að ástin sé mun blómlegri á næsta bæ en það er ekki hollt og getur valdið þó nokkrum skaða. Við trúum svo mörgum sögum um önnur pör að það getur skaðað samband okkar við ástvin okkar.
“Þau virðast vera svo ástfangin” Maður tekur eftir pari sem leiðist í búðinni eða lætur vel hvort að öðru á veitingastað. Maður heldur að svona pör hljóti að vera hamingjusamari en aðrir. Þetta segir bara ekkert um samband þitt. Í stað þess að fyllast afrbýðissemi ættirðu að muna að sambönd eru misjöfn. Það getur vel verið að parið sem leiddist í búðinni hafi verið að kynnast og parið sem kysstist á veitingastaðnum getur hafa verið aðskilið lengi. Mundu bara að við erum hvert og eitt á okkar vegum. “Við eigum ekkert sameiginlegt svo að við verðum ekki lengi saman ” Það er ekkert endilega gott að gera ALLT saman. Það getur bara verið gott að vera smá ólík. Horfið þið ekki á sömu þættina í sjónvarpinu, hlustið ekki á sömu tónlist og viljið gera sitt hvað í frítímanum? Það er bara allt í lagi. Það getur meira að segja bætt sambandið svo að það verður betra en hjá hjónum sem gera allt saman. Málið er að þið sýnið áhugamálum maka ykkar áhuga og skilning. Spáðu í það, þið getið sagt hvort öðru frá nýjum kvikmyndum og hljómsveitum og ýmsu því sem þið hafið verið að gera. Því fleira sem þið gerið hvort um sig því fleira getið þig sagt hvort öðru. “Við leysum aldrei vandamál okkar” Það skiptir mjög miklu máli svo að sambandið geti verið gott að maður geti leyst úr málum. Ekki satt? Það er nú ekki alveg víst. Sannleikurinn er sá að það er ekki hægt að leysa mörg af málunum sem eru í samböndum fólks. Oftast yrði annar aðilinn eða báðir að gjörbreytast og við vitum að það gerist ekki. Þess vegna er ráðlegt að finna meðalveg sem þið getið bæði verið sátt við. Festið ykkur ekki í ágreiningsmálunum.
“Farið ekki reið að sofa” Ef þið eruð parið sem fer aldrei reitt að sofa látið þá endilega heyra í ykkur! Ég hef aldrei skilið þessa hugmyndafræði enda er hún þjósaga. Stundum er allra best fyrir sambandið að maður hreinlega „sofi á ágreiningsmálunum“. Talið saman um málið þegar ykkur er runnin mesta reiðin. Manni getur hitnað í hamsi svo að það er ágætt að hinkra við. Það er meira að segja allt í lagi að fara bálillur í rúmið mörg kvöld í röð. Það kemur að því að ykkur rennur reiðin og þið getið rætt málin sem þroskað fólk! |