Gerir 12-15 bollur
Innihald
- Fjórðungur laukur, afhýddur og saxaður gróft
- Fjórðungur blaðlaukur, saxaður gróft (má nota lauk í staðinn)
- 1 hvítlauksrif, afhýtt og saxað gróft
- 450 g hvítur fiskur t.d. ýsa (ef frosinn, afþíðið þá)
- 0,5 tsk ferskt engifer, saxað smátt (má sleppa)
- 1 egg
- 50 ml léttmjólk
- 1 tsk kókosolía
- 3 msk kartöflumjöl (eða spelti ef þið þolið glútein)
- 1 tsk pipar
- 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt
Aðferð
- Ef fiskurinn er frosinn þarf að afþýða hann og láta vatnið renna af.
- Afhýðið lauk, hvítlauk og engifer og saxið gróft.
- Saxið blaðlaukinn gróft.
- Roðflettið og beinhreinsið fiskinn og skerið gróft.
- Setjið laukinn, hvítlaukinn, engiferið og blaðlaukinn í matvinnsluvélina og blandið í 10 sekúndur.
- Setjið fiskinn og eggið út í og maukið ágætlega (þannig að hann losni vel í sundur).
- Bætið kartöflumjölinu, saltinu og piparnum saman við og blandið í nokkrar sekúndur eða þannig að úr verði eins konar deig.
- Bætið mjólkinni saman við eins og þurfa þykir, deigið ætti ekki að vera of blautt.
- Bætið kókosolíunni út í.
- Setjið allt í stóra skál og hrærið vel.
- Mótið bollur með matskeið (gott að vera í plasthönskum og dýfa skeiðinni í vatn inn á milli).
- Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
- Raðið bollunum á plötuna.
- Bakað í ofni við 180° C í um 15-20 mínútur.
- Snúið við og bakið í 10-15 mínútur.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.