Þessi ótrúlega girnilega uppskrift kemur af vef http://allskonar.is
Uppskrift:
- 600gr fiskur, roðlaus
- 1 msk cuminduft
- 1/2 tsk þurrkaðar chiliflögur
- 1 msk börkur af sítrónu, rifinn
- 2 hvítlauksrif
- 1 msk harissa kryddmauk
- 2 egg, slegin saman
- smá sykur
- örlítið af hveiti
- 3 msk olía
Undirbúningur: 5 mínútur
Bið: 10 mínútur
Eldunartími: 5 mínútur
Settu fiskinn í matvinnsluvél með öllu öðru hráefni, nema hveiti og olíu. Blandaðu létt saman, bættu við salti og svörtum pipar eftir smekk. Passaðu að mauka þetta ekki um of, þú vilt bara rétt hakka fiskinn.
Stráðu smávegis hveiti í lófana og formaðu 4 stórar fiskikökur úr fiskblöndunni, settu á disk, stráðu aðeins meira hveiti yfir og settu í ísskáp í 10 mínútur.
Þegar er komið að því að steikja fiskinn þá hitarðu olíu á pönnu og steikir kökurnar í 4-5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til brúnaðar. Taktu af pönnunni og láttu olíuna renna af á eldhúspappír.
Frábært með kúskús eða salati.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!