Stundum bara nenni ég ekki þessu húsmæðraveseni og þegar ég er í því stuðinu geri ég allt til að einfalda öll verk húsmóðurinnar.
Þessi fiskréttur varð til í letikastinu sem ég datt í í gær og viti menn, konur og dýr, það þarf ekki að vera flókið til að vera skrambi gott!
Uppskrift:
800 gr þorshnakkar
1/2 Askja Camenbert smurostur
1/2 Askja rjómaostur (þessi blái)
1 dós grænn Aspas í bitum
1 lítill rjómi ( þessi minnsti)
Salt
Pipar
Rifinn gratínostur
Aðferð:
Smá olíuskvettu skellt í botnin á eldföstu móti, fiskstykkjum raðað í mótið, krydda með salt og pipar.
Camenbert smurosti og rjómaosti dreift yfir fiskinn
Vökva helt af aspasnum og aspasnum dreift yfir allt og að lokum gratín ostur settur yfir herlegheitinn.
Bakað í ofni við 180 gráður í 25 mín.
Ég var með hrísgrjón og salat með þessu og þetta bara gekk vel ofaní karlana mína.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!