Fiskréttur lötu húsmóðurinnar

Stundum bara nenni ég ekki þessu húsmæðraveseni og þegar ég er í því stuðinu geri ég allt til að einfalda öll verk húsmóðurinnar.

Þessi fiskréttur varð til í letikastinu sem ég datt í í gær og viti menn, konur og dýr, það þarf ekki að vera flókið til að vera skrambi gott!

Uppskrift:

800 gr þorshnakkar

1/2 Askja Camenbert smurostur

1/2 Askja rjómaostur (þessi blái)

1 dós grænn Aspas í bitum

1 lítill rjómi ( þessi minnsti)

Salt

Pipar

Rifinn gratínostur

Aðferð:

Smá olíuskvettu skellt í botnin á eldföstu móti, fiskstykkjum raðað í mótið, krydda með salt og pipar.

Camenbert smurosti og rjómaosti dreift yfir fiskinn

Vökva helt af aspasnum og aspasnum dreift yfir allt og að lokum gratín ostur settur yfir herlegheitinn.

Bakað í ofni við 180 gráður í 25 mín.

Ég var með hrísgrjón og salat með þessu og þetta bara gekk vel ofaní karlana mína.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here