Þessi er flott til að hefja nýja viku frá Ljúfmeti.com
Fiskréttur með blaðlauk og sveppum
- 6-800 g ýsa eða þorskur
- 1 góður blaðlaukur
- 250 g sveppir (1 box)
- 1 bolli rifinn ostur
- 2,5 dl rjómi eða matreiðslurjómi
- 2 msk sveppasmurostur (má sleppa en ég bætti við og notaði 4-5 msk)
- ½ – 1 sítróna
- 1-1½ tsk aromat
Kreistið sítrónu yfir fiskflökin og kryddið með aromatkryddinu. Látið standa um stund.
Skerið fiskinn í bita og raðið í eldfast mót. Sneiðið blaðlaukinn og mýkið í olíu á pönnu, takið af og steikið sveppina í smá stund. Hellið þá rjómanum yfir, setjið rifna ostinn út í ásamt sveppasmurostinum og látið sjóða þar til hann er bráðinn. Bætið loks blaðlauknum á pönnuna og kryddið með aromatkryddi eftir smekk. Hellið þessu síðan yfir fiskinn og bakið við 190° í 15-20 mínútur.