Fiskur í kókos og karrý
600 g ýsu- eða þorskflök
2 msk olía
2 laukar, saxaðir
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 rautt chilialdin, fræhreinsað og saxað
3-4 gulrætur, skafnar og skornar í sneiðar
2-3 paprikur, fræhreinsaðar og saxaðar
150 ml mild eða meðalsterk karrísósa úr krukku, t.d. Goan masala
½ tsk karríduft
450 ml kókosmjólk
nýmalaður pipar
salt
1 sítróna
Fiskurinn skorinn í bita. Olían hituð á stórri pönnu og laukurinn og hvítlaukurinn látinn krauma í olíunni í nokkrar mínútur við meðalhita. Chili og paprikum hrært saman við og 1-2 mínútu síðar karrísósu, karrídufti, kókosmjólk, pipar og salti. Börkurinn rifinn af sítrónunni og hrært saman við. Látið krauma við hægan hita í um 10 mínútur og hrært öðru hverju.
Fiskbitarnir settir út í og látnir malla þar til þeir eru rétt soðnir í gegn. Safa úr sítrónunni dreypt yfir skömmu áður en þeir eru tilbúnir. Sósan er svo smökkuð til með meiri sítrónusafa, pipar og salti og borið fram með soðnum hrísgrjónum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.