Fiskur í ofni með sveppum og papriku
Fyrir 2-3
2 dl hrísgrjón
2 flök af hvítum fiski (ýsu, þorski, steinbíti o.s.frv.)
paprika
sveppir
rifinn ostur
Sósa:
1/2 – 1 dós rækjusmurostur
1/2 laukur
1 gott hvítlauksrif
1/4 kjúklingateningur
svartur pipar eftir smekk
mjólk til að þynna
Laukur og hvítlaukur eru saxaðir smátt og steiktir í olíu eða smjöri þangað til laukurinn er orðin glær. Kjúklingateningur og pipar sett útí. Osturinn er settur útí og látinn bráðna, þynnt með mjólk þar til allt lítur vel út en ekki láta mjólkina sjóða lengi.
Hrísgrjónin soðin og sett í eldfast mót, helmingnum af sósunni hellt yfir. Fiskurinn er skorinn í bita og raðað í mótið. Paprika og sveppir grófskorið og sett í mótið og restin af sósunni fer yfir allt saman og síðast rifinn ostur.
Bakað við 180°C í 25 mínútur, borið fram með salati og/eða hvítlauksbrauði.