Fjarlægja og geyma húðflúr látinna ástvina

Fyrirtækið Save My Ink Forever sem staðsett er í Cleveland býður fólki upp á að láta varðveita húðflúr látinna ástvina. Michael Sherwood útfararstjóri og sonur hans Kyle fengu hugmyndina að Save My Ink Forever fyrir nokkrum árum, þegar þeir fengu sér nokkra drykki með vinum. Einn þeirra sagði að hann vildi að húðflúrið hans yrði varðveitt á einhvern hátt og spurði Michael hvernig hann ætti að fara að því. Feðgarnir hlógu að spurningunni í fyrstu, en vinurinn dró þetta ekkert til baka svo þeir fóru á stúfana til að sjá hvernig hægt væri að gera þetta.

Húðflúr skipta miklu fyrir fólkið sem lætur setja þau á líkama sinn, og stundum meira að segja fyrir fjölskyldur þeirra. Feðgarnir tvínónuðu ekkert við þetta og fundu upp tækni til að fjarlægja og varðveita húðflúr og stofnuðu fyrirtækið Save My Ink Forever.

„Við erum að reyna að gera þetta á virðulegan hátt. Fyrir sumt fólk eru sumar af þessum myndum í raun listaverk,“ sagði Kyle Sherwood. „Það gefur þessari fjölskyldu annan valmöguleika en að fá bara öskuna eða ganga til greftrunar, þú færð smá hluta af ástvini þínum.“

Instagram will load in the frontend.

Þeir vilja ekki gefa upp upplýsingar um hvernig þeir framkvæma þetta en segja þetta flókið ferli sem tekur um þrjá til fjóra mánuði. Þegar því er lokið fá viðskiptavinir okkar listaverk sem þarfnast ekki neins viðhalds.

Kyle segir að þeir dragi samt línuna við andlits- og kynfærahúðflúr. Þeir hafa fengið beiðnir um að breyta húðflúri í bókakápu eða lampaskerm en þeir taki ekki þátt í svoleiðis.

SHARE