Fjögur frábær iPhone öpp fyrir konur – Leiðarvísir

Liðnir eru dagar dagbóka og fílófaxa, minnismiða og stílabóka. Nær allt kemst fyrir á símanum og penninn er hægt og sígandi að verða óþarfur. 

Önnum kafnar konur nútímans þurfa enda að leggja ansi margt á minnið til að viðhalda heilsunni, gæta að buddunni og halda um daglegt amstur. Hér fara nokkur skemmtileg og handhæg iPhone öpp sem öll eiga það sameiginlegt að kosta ekki krónu en spara þess í stað hinni önnum köfnu nútímakonu ansi mörg sporin í daglegu lífi.

 

 

IMG_4116

 

Women Log er stórsniðugt lítið app; dagatal sem getur haldið utan um persónulegar upplýsingar á borð við upphaf og endi hvers tíðahrings, lengd blæðinga, þyngd, inntöku lyfja og jafnvel tilfinningalega líðan fyrir hvern dag. Þú velur einfaldlega efnisflokkinn og færð upp skrásetningarforrit sem leiðir þig áfram. Einfalt, handhægt og upplýsandi.

 

IMG_4120

 

Wunderlist er í raun og veru einn heildrænn innkaupalisti þar sem hægt er að skipta niður innkaupum í misjafna efnisflokka. Nokkuð einfalt í notkun og hægt að skipta niður eftir því hver innkaupin eru; fyrir vinnu, einkalíf eða matarinnkaup. Appið býður einnig upp á lítill óskalista … og minnislista yfir bíómyndir sem vert er að horfa á. Sniðugt!

 

 

IMG_4137 (1)

 

 

CookWizMe: Þetta litla app er tilvalið fyrir ástríðukokkinn, þá sem eru í sífelldri leit að nýjum uppskriftum og hafa gaman að því að skiptast á eldhússögum. Í raun er appið líka ákveðinn samskiptamiðill, því þú getur deilt uppskriftum sem þú hefur skráð inn og gerst áskrifandi að öðrum listakokkum og fengið þannig ferskar uppskriftir í fréttaveituna á hverjum degi … eða litið yfir vinsælustu uppskriftirnar í hverjum efnisflokki. Mmmm!

 

 

 

 

IMG_4187

DiaLife: Þægilegur og handhægur uppflettilisti yfir næringargildi í matvörum. Það er nefnilega ekki nóg að kunna að elda góðan mat; það er ágætt að vita hvert innihaldið er líka. Kaloríufjöldi, helstu næringarefni, kolvetni og jafnvel þyngdarstjórnunartól.

SHARE