Fjögurra ára gömul stúlka kemur þungaðri móður sinni til bjargar

Hin fjögurra ára gamla Calise Manning er sannkölluð hetja, en hún bjargaði lífi móður sinnar með því að hringja á neyðarlínuna.

Móðir Calise, Centerria, er flogaveik og hafði því frá því að Calise var tveggja ára gömul kennt henni hvað hún ætti að gera fengi hún flogakast. Centerria, sem var komin níu mánuði á leið, féll í gólfið á miðvikudaginn þegar hún fékk flogakast.

Calise tók þá upp símann og hringdi í neyðarlínuna. Hér má sjá viðtal og heyra sjálft símtalið við neyðarlínuna.

https://www.youtube.com/watch?v=KamxZg0aYNI&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs

Tengdar greinar:

Leiftursnögg viðbrögð kattar bjarga lífi litla drengsins – Myndband

Api bjargar lífi annars apa á lestarstöð á Indlandi

Ættleiddi hundinn sem bjargaði lífi hans – Myndband

 

 

SHARE