Juzzie Smith ákvað snemma að helga sig tónlistinni en ekki á þann hátt sem flestir tileinka sér. Juzzie stofnaði hljómsveitina „One Man Band“ og hljómsveitarmeðlimirnir eru aðeins einn náungi.
Hann sjálfur!
Juzzie er nefnilega þeim hæfileika gæddur að geta spilað á við fjóra. Hann spilar þannig bassa, trommur, gítar og fleira tilfallandi á tónleikum sínum.
Flestir tónlistarmenn reyna að koma sér á framfæri á skemmtistöðum eða krám á meðan að Juzzie kýs að spila á götum og torgum. Hann segist hafa snemma orðið faðir og ekki haft áhuga á skemmtanalífinu, auk þess sem hann segist fá meira út úr tónlistinni með því að koma fram opinberlega á þennan hátt.
Juzzie heldur úti smekklegri heimasíðu og á Facebook er hann með yfir 13.000 aðdáendur.
Þrátt fyrir stígvaxandi vinsældir heldur Juzzie áfram að koma fram á stórmörkuðum og á torgum. Hér sést hann leika fyrir áhorfendur á Edinburgh Festival árið 2008.
Magnaður gæi!