Fjölmargir kostir sjálfsfróunar

Sjálfsfróun er eitthvað sem flestir stunda en samt sem áður virðist það enn vera hálfgert feimnismál. Hægt og rólega er umræðan þó að verða opnari, sem betur fer, því sjálfsfróun er góð fyrir heilsuna og sjálfsmyndina þína. Sjálfsfróun er að veita sjálfum sér kynferðislegan unað eða fullnægingu með því að snerta kynfæri sín. Hún þarf ekki endilega að enda á því að þú fáir fullnægingu, hún er líka að leika sér að því að snerta sig smá og njóta án þess að klára.

Sjá einnig: 9 stellingar sem tryggja þér fullnægingu í kynlífinu

Ástæðan fyrir því að fólk stundar sjálfsfróun eru margar og mismunandi. Sumir gera það af því að það lætur þeim líða vel aðrir til þess að losa um spennu eða skoða sjálfan sig. Það er eðlilegt að stunda sjálfsfróun hvort sem þú ert í sambandi eða ekki. Fólk stundar sjálfsfróun mismikið, sumir daglega, aðrir vikulega eða jafnvel aldrei og það er fullkomlega eðlilegt að fólk stundi það mismikið.

Það er tilvalið að nota sjálfsfróun til þess að kynnast sínum líkama og finna hvað þér finnst gott. Hefur þú skoðað kynfærin þín almennilega? Það er gott að skoða þau, snerta og læra inn á þau með því að leika sér að þeim. Auðveldara er fyrir stráka að kanna sín kynfæri heldur en stelpur, en þær geta dregið fram spegilinn og skoðað. Það getur verið áhugavert að skoða hvað gerist þegar þú örvar kynfærin þín. Karlar fá standpínu og segja má að konur fái það líka því þegar snípurinn er örvaður verður hann stinnur og þrútin. Þeir sem stunda sjálfsfróun þekkja betur hvað þeim finnst gott og geta því leiðbeint leikfélaganum í rétta átt. Það að þekkja líkama sinn getur auðveldað konum að fá fullnægingu þegar þær stunda kynlíf með makanum því þær vita þá hvernig og hvað þarf að gera til þess að fullnægja sér.

Sjá einnig: Fjórir spennandi leikir til að krydda upp í kynlífinu

Að stunda sjálfsfróun er ekki bara til þess að kynnast sér eða láta sér líða vel því hún er líka mjög heilsusamleg. Þegar þú fullnægir þér losast um hormón sem kallast endorfín en þau veita þér vellíðunartilfinningu og slá á líkamlegan sársauka. Einnig losast um streitu og kynferðislega spennu þegar þú færð fullnægingu. Sjálfsfróun hjálpar þér einnig að sofa betur og getur bætt sjálfsmyndina. Þannig að um að gera fara leika sér með sjálfum sér, tækjunum þínum eða leikfélaga til þess að bæta heilsuna.

Grein birtist upphaflega á Hermosa.is og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra. 

SHARE