Hátt í 2000 manns mættu í Bleika boðið á fimmtudagskvöldið en það var haldið í tilefni Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands.
Í ár er sjónum beint að ristilkrabbameini en árlega deyja 52 Íslendingar af völdum meinsins. Frekari upplýsinga um átakið má finna inni á: http://www.bleikaslaufan.is.
Páll Óskar sá um að koma öllum í rétta gírinn í byrjun kvölds og svo tóku við skemmtiatriði og má þar nefna Amabadama, tískusýningu frá Vero Moda, Vila, Selected, Jack & Jones og Name It.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.