Þessi fjölmiðlakona klæddi sig úr að ofan í miðju viðtali við Walter Grey, borgarstjórann í Kelowna í Kanada. Konan var að reyna að vekja athygli á kynjamismunun og spurði hann hvað myndi gerast ef hún gengi berbrjósta á götum borgarinnar. Walter Grey sagði henni að það væri ekki ólöglegt í Kelowna að ganga um göturnar ber að ofan. Hún spyr hann hvort að hún geti þá labbað um göturnar berbrjósta, hann segir henni að það ætti að vera í lagi þó að hann sé ekki að mælast til þess að hún geri það. Hann tekur það fram að hún myndi ekki brjóta í bága við lög ef hún gengi ber að ofan um götur borgarinnar.
Maðurinn virðist ekki kippa sér mikið upp við það þó að fjölmiðlakonan sé ber að ofan. Hann segir henni að hugsanleg ástæða þess að konur gangi ekki um berar að ofan sé sú að þeim finnist það óviðeigandi. Myndbandið er áhugavert og ég hvet þig til að horfa á það og segja þína skoðun.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”UMloGYhHCYs”]