Fyrir eiginlega akkúrat ári þá litaði ég part af hárinu mínu fjólublátt. Liturinn átti að endast í nokkra mánuði, en hárið mitt tekur svo vel við lit að hann ætlaði bara ekkert að fara. Fjólubláa ævintýrið endaði í febrúar seinasta þegar ég klippti af stóran hluta af hárinu mínu. Ég veit ekki hvað það er en alltaf þegar fer að kólna og dimma langar mig að gera eitthvað við hárið á mér.
Ég er búin að ákveða það núna að lita hárið á mér aftur fjólublátt! Seinast þegar ég gerði það þá hafði ég ekki hugmynd um hvað ég væri að gera og útkoman var ágæt en ekki eins og ég ætlaði upprunalega. Núna veit ég nokkurn veginn hvernig á að gera þetta.
Ég er búin að vera skoða smá inspiration á Pinterest og mig langar helst að aflita á mér hárið og lita það allt núna! En ég er svo léleg að halda hlutum við að það yrði rosalega ljótt eftir nokkrar vikur. Hárið á mér þarf helst að vera rosalega low maintenance.
Kanski ég ætti bara að klippa meirihlutann af hárinu mínu af??
Ef ég vissi að hárið á mér myndi enda svona þá myndi ég algjörlega klippa það og aflita. Spurning samt hvort ég gæti pullað það jafn vel og þessi?