Maria Kovacs og Phillip Downing frá TIGI hönnunarteyminu héldu námskeið fyrir hárfagmenn á föstudaginn og mætti „elítan“ í hárstéttinni til að kynna sér nýjustu straumana frá TIGI.
Ný lína var formlega sett á markað en hún heitir TIGI PRO ásamt kynningu á endurkomu S-Factor línunnar á markað sem margir elska og dá.
„Það má segja að það sé allt í tísku og hún sé galopinn hvað varðar klippingar og litanir. Helstu breytinguna í litum má kannski sjá á ljósa hárinu þar sem áður var mikið um að stelpur voru að strípa hárið og vildu hafa það eins náttúrulega ljóst og hægt er frá því að vera orðið mjög heillitað ljóst með miklum köldum tónum eins og fjólu og gráu,“ segir Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf umboðsaðila TIGI. „Litavalið er mikið og stórt og nánast allt að gerast frá soft litum inní brjálaða sterka liti eins og fjólublátt, bleika tóna og rauða.“
„Stuttu klippingarnar eru mjúkar og hin vinsæla BOB klipping enn í gangi. Þær sem vilja halda síddinni eru að fá fallegar styttur í hárið til að fá hreyfingu og jafnvel topp. Aðalmálið er að eiga góðar hárvörur til að hjálpa stílnum og kunna að nota þær rétt til að viðhalda hárinu í því formi sem við viljum,“ segir Fríða.
Smelltu á fyrstu myndina til að skoða myndasafn frá viðburðinum:
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.