Fjórar einfaldar leiðir til að krydda Trúboðann

Trúboðastellingin kann að vera einföld í eðli sínu en hún er einnig stórlega vanmetin í svefnherberginu. Engu skiptir hversu ítarlega glansritin fara ofan í saumana á fimleikahoppi og fáránlegum stellingum sem auka á unað, einfaldleikinn getur falið í sér nánd sem ekkert íþróttahopp í hjónarúminu getur leikið eftir.

Trúboðinn er sígildur, getur boðið upp á innileika sem nánd og jafnvel fyrir þau pör sem eru hvað mest gefin fyrir fjör og tilbreytingu. Hvernig sem á trúboðann er litið, er eitt víst. Trúboðinn er klassískur og skemmtilega einfaldur í framkvæmd.

En Trúboðann er hægt að fríska upp á með ýmsum leiðum til þess að auka enn á unaðinn og gera kynlífið enn skemmtilegra. Hér fara fjórar einfaldar tillögur að því hvernig má krydda Trúboðann til að hleypa lífi í leikinn.

.

screenshot-www.platformbedsonline.com 2014-12-16 09-06-36

.

Smeygðu púða undir mjaðmirnar: Einfalt og skemmtilegt ráð sem getur gert að verkum að limurinn smýgur enn dýpra inn í skeiðina, sem svo aftur – sé rétt að farið – getur aukið enn á unaðinn og gert leika enn erótískari. Veldu gamla púðann, ekki þann nýja – smeygðu undir mjaðmirnar þegar hiti er farinn að færast í leikinn og hvettu elskhuga þinn áfram. Með því að breyta um takt og framkalla hægar, lostafullar og örlítið langdregnar hreyfingar þegar mjaðmir konunnar sitja hærra en venjulega getur kynlífið orðið unaðslegt. Hér situr að vísu karlmaðurinn uppi með alla vinnuna – sem verður þó fyllilega þess virði þegar markreiturinn nálgast ….

.

screenshot-thethirtysomethingbride.com 2014-12-16 09-09-42

.

Uppháir nælonsokkar: Hlutverkaleikir þurfa ekki að fela í sér flókin handrit og leikræna tilburði. Smeygðu þér í sokkabönd og uppháa nælonsokka. Kræktu fótleggjunum utan um elskhugann og njóttu þess að vera íklædd kynþokkafullum fatnaði. Nælonsokkar með blúndukanti eru munúðarfullir ásýndar og sú tilfinning að klæðast þeim fyrir elskhugann getur kynt duglega undir erótíkinni. Njóttu!

.

screenshot-www.babyverden.no 2014-12-16 09-14-39

.

Notið sleipiefni: Þetta vita einhverjir en þó ekki allir. Sleipiefni er ekki bara hjálplegt, heldur líka skemmtilegt. Ekki vera feimin við sleipiefnið! Rennilegt, sárasaklaust og leikrænt sleipiefnið getur verið stórskemmtileg viðbót. Kannski notist þið við smokka en ef sleipiefnið er vatnsleysanlegt er ykkur fyllilega óhætt að nota nægju ykkar. Hafðu í huga að olíuleysanleg sleipiefni henta síður í svefnherberginu, þar sem efnasamsetningin getur eyðilagt sjálfan smokkinn þegar hann er settur á liminn. Þess utan er erfiðara að eiga við olíuleysanlegt sleipiefni að loknum samförum; það situr fremur á hörundinu í sturtunni og því ætti alltaf að velja vatnsleysanlegt sleipiefni.

.

screenshot-media.trusper.net 2014-12-16 09-16-28.

Vetur Konungur er vinur þinn: Ertu feimin í svefnhergberginu? Finnst þér óþægilegt að hafa ljósin kveikt? Er kalt og dimmt úti? Spilaðu inn á hitastigið! Smeygðu púða undir bossann, dragðu sængina yfir ástmann þinn og njóttu þess að finna ylinn frá líkama hans meðan þið komið ykkur fyrir í Trúboðanum. Þegar hiti fer að færast í leikinn fer að sama skapi að skipta minna máli hvort sængin nær ykkur upp að öxlum og ekkert er frjálslegra og fallegra en nekt og unaður elskenda sem halda hita á hvoru öðru meðan dimmur vetrarstormur dynur á rúðunum …. spilaðu inn á hitastigið í herberginu og njóttu.

Tengdar greinar:

Konur segja frá Anal kynlífi – gott, vont eða algjört taboo

Allt sem þú vilt vita um saflát kvenna

Leiðbeiningar til karlmanna um velgengi í kynlífinu

SHARE