Fleiri góðar upplýsingar um PCOS – Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni

Við birtum grein í gær um PCOS. Hér eru fleiri góðar upplýsingar um Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni sem er mun algengara hjá konum en fólk heldur.

Þú getur samt orðið barnshafandi 

Margar konur halda að þær geti ekki orðið barnshafandi ef þær eru með PCOS en það er ekki rétt.  Auknar rannsóknir á ófrjósemi og öðru sem tengist PCOS gætu auðveldað fleiri konum að verða barnshafandi. En konur þurfa að hafa í huga að þó að þær hafi verið greindar með þennan sjúkdóm þýðir það ekki að þær geti ekki orðið barnshafandi.

Það gæti hjálpað að grennast 

Þó að  PCOS sé meðhöndlað með lyfjum er mælt mjög eindregið með því að konur reyni að ná eðlilegri líkamsþyngd með því að borða hollan mat og eðlilega skammta af honum ásamt því að hreyfa sig reglulega

Læknar sem hafa mikla reynslu í að hjálpa konum með PCOS segja að eðlileg líkamsþyngd dragi úr líkum á að konur fái krabbamein og að þær bregðist miklu betur við meðferð þegar þær hafa grennst. Auk þess minnka líkur á að þær missi fóstrið þegar þær hafa náð eðlilegri líkamsþyngd.

8 Þú gætir verið með kæfisvefn   

Steven Y. Park sem er sérfræðingur í meðhöndlun á kæfisvefni telur að mjög margar konur með PCOS þjáist líka af kæfisvefni og ástandið hafi ekki verið greint.

Margs konar áhætta fylgir kæfisvefni og lausnirnar tengjast mjög oft því að ná eðlilegri líkamsþyngd sem skiptir PCOS sjúklinga svo óendanlega miklu máli.

Hollur matur skiptir mjög miklu máli og ekki bara til þess að konur (og karlar !) léttist 

Hollur matur skiptir miklu og ekki einungis vegna þyngdarinnar. Þegar PCOS sjúklingar fara að þyngjast eins og mjög oft gerist hefur röskun orðið á insúlín búskap  líkamans. Ef gætt er að fæðunni getur það hjálpað líkamanum að stjórna insúlín búskapnum.

Allir þeir sem hafa áhuga geta orðið sér úti um leiðbeiningar um hvað er hollur matur og hæfilegur og enginn þarf að verða of þungur af vankunnáttu. Ábygðin er á okkur sjálfum!

10 mikill fjöldi kvenna er aldrei greindur 

PCOS er ekkert gamanmál en ef þú veist að þú ert með þennan sjúkdóm er hægt að takast á við hann. Ef þig grunar að þú kunnir að vera með PCOS ættir þú ekki að bíða með að fá greiningu og hefjast handa að vinna í að fá bata.
Hér getur þú lesið aðra grein um PCOS – Góðar upplýsingar um PCOS.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here