Það hefur eflaust ekki farið framhjá lesendum okkar að við höfum gaman að sögulegum myndum og bara sögu mannkynsins almennt. Hér eru mjög áhugaverðar myndir úr sögunni.
Árið 1969, máttu svartir Bandaríkjamenn ekki nota sömu sundlaugar og hvíta fólkið. Herra Rogers ákvað að bjóða lögreglumanninum Clemmons að kæla sig og fara í fótabað með sér, algörlega gegn reglum.
Ótrúleg ljósmynd af þýskum hermanni að óhlýðnast beinum skipunum til að hjálpa ungum dreng að komast yfir nýbyggðan Berlínarmúrinn eftir að hafa verið aðskilinn frá fjölskyldu sinni 1961.
Charles Thompson heilsar nýjum bekkjarfélögum sínum í almenningsskóla númer 27 Í september 1954, innan við fjórum mánuðum eftir að hæstiréttur úrskurðaði að kynþáttaaðskilnaður væri í bága við stjórnarskrá. Charles var eina afrísk-ameríska barnið í skólanum. Mynd eftir Richard Stacks fyrir Baltimore Sun.
Díana prinsessa heilsar og tekur í hendur alnæmissjúklings án hanska, 1991.
Lögreglumaður í San Francisco skammar mann fyrir að vera ekki með grímu í inflúensufaraldrinum 1918.
Gyðingar eftir að hafa verið frelsaðir úr dauðalest, 1945.
Meðlimir Hollenskra andspyrnuhreyfinga fagna fréttum um dauða Adolfs Hitlers, apríl 1945.
Statue Of David eftir Michelangelo, hjúpuð múrsteinum til að koma í veg fyrir skemmdir í seinni heimsstyrjöldinni.
Bandarískur hermaður huggar særðan japanskan dreng og skýlir honum fyrir rigningunni í flugstjórnarklefa flugvélar í orrustunni við Saipan á meðan hann bíður eftir að flytja ungviðið á vettvangssjúkrahús. júlí, 1944.
Serbneskur hermaður sefur hjá föður sínum sem kom í heimsókn til hans í víglínunni nálægt Belgrad, 1914/1915.
Ottó, faðir Önnu Frank, skoðar háaloftið þar sem þau földu sig fyrir nasistum. Hann var eini eftirlifandi fjölskyldumeðlimurinn (1960)
Maður situr í rútu í Durban, eingöngu ætlaður hvítum farþegum, í andstöðu við aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku, 1986.
Maður handtekinn fyrir fyrir að klæða sig eins og kona, að koma úr lögreglubíl, New York, 1939.
Albert Einstein, ritari hans Helen (til vinstri), og dóttir Margaret (hægri) verða bandarískir ríkisborgarar til að forðast að snúa aftur til nasistaríkisins Þýskalands, 1940.
Hermenn snúa heim úr seinni heimsstyrjöldinni, 1945.
Þýskur hermaður snýr heim, aðeins til að finna fjölskyldu sína ekki. Frankfurt, 1946
Kanadískur hermaður reynir að hugga lítið belgískt barn sem særðist og móðir þess var drepin í Fyrri heimstyrjöldinni. Nóvember 1918.
„Drykkjakarfan“. Á sjöunda áratugnum réðu barir í Istanbúl einhvern til að bera drukkið fólk heim til sín.
Rússneskur fangi vísar fingri til að bera kennsl á nasistavörð sem var sérstaklega grimmur í garð fanganna í Buchenwald-búðunum.
3. september 1967: Dagurinn sem Svíþjóð skipti úr akstri vinstra megin yfir á hægri vegarhelming.