Þetta ljúffenga brauð kemur frá Ragnheiði á Matarlyst. Svakalega girnilegt! Gefum Ragnheiði orðið:
Þetta brauð baka ég oft og iðulega, það heppnast alltaf fullkomnlega, er einfalt og virkilega gott.
Úr uppskriftinni fáið þið 3 væn fléttubrauð.
Hráefni
625 ml volgt vatn
1 pk þurrger
2 msk sykur
2 tsk salt
1 kg brauðhveiti þetta bláa frá kornax
1 egg til að pensla með í lokin
Aðferð
Vatn, ger, sykur og salt er sett saman í hrærivélaskál, látið standa um stund, pískið aðeins saman.
Hveiti er bætt út í gerblönduna. Vinnið saman á lágum hraða í 5 mín. Látið lyfta sér undir klút í 30 mín.
Skiptið deiginu í þrjá hluta og svo hverjum og einum aftur í þrennt.
Rúllið út í lengjur, festið þrjár lengjur saman á öðrum endanum brjótið endann niður, fléttið saman, og lokið endanum á sama hátt aðeins að velta endanum aftur og undir.
Látið lyfta sér aftur í 20 mín.
Pískið saman 1 egg, penslið deigið.
Hitið ofninn í 190 gráður og blástur, bakið í 25 mínútur.
Ég frysti restina af brauðinu, sker það í hæfilega stóra bita og set í poka, tek svo út þegar tilefni er til.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.