- Uppskrift:
- 50gr bacon, fínsaxað
- 1 lítill laukur, fínsaxaður
- 1 hvítlaukrif, fínsaxað
- olía
- 75 gr spínat, grófsaxað
- 1/4 paprika, fínsöxuð
- 4 egg
- 100gr ostur, rifinn
- salt og pipar
- smá chiliflögur
Undirbúningur: 10 mínútur
Eldunartími: 20 mínútur
Byrjaðu á að hita ofninn í 170°C.
Steiktu bacon, lauk og hvítlauk í smávegis olíu.
Settu í skál ásamt öllu hinu hráefninu.
Hrærðu vel.
Smurðu möffinsform að innan og settu eggjablönduna í formin.
Bakaðu í 18-25 mínútur.
Láttu kólna í um 2-3 mínútur áður en þú rennir hníf í kringum hverja böku, ef þú notaðir ekki pappírsform, til að auðvelda þér að losa bökurnar úr.
Frábært borið fram með fersku salati.
Uppskriftin er fyrir 4 stórar bökur eða 8 litlar, fer allt eftir stærðinni á formunum sem notuð eru.
þessi dásemd kemur frá http://allskonar.is