Fljótlegur heimatilbúinn og hollur ís – Einungis 4 hráefni

Ég skelli stundum í svona ís eftir matinn, tekur enga stund og ekki skemmir fyrir að hann er hollur og góður.  Best er að borða hann strax og hann er tilbúinn, hann er nefnilega frekar fljótur að þiðna.

Hráefni

2 frosnir bananar skornir í bita
½ bolli frosin jarðaber
2 msk möndlumjólk
½ tsk vanilla

Best er að skera banana í sneiðar/bita áður en þeir eru frystir.

Setjið bananana og jarðaberin í matvinnsluvél og láttu hana vinna vel.  Bætið möndlumjólk og vanillu út í og hrærið þar til áferðin er slétt og fín.

Ég skelli stundum í svona ís eftir matinn, tekur enga stund og ekki skemmir fyrir að hann er hollur og góður.  Best er að borða hann strax og hann er tilbúinn, hann er nefnilega frekar fljótur að þiðna.

 

Heimildir: SkinnyMommy

SHARE