
Nú tökum við Plankaáskorunina á annað stig fyrir sumarið. Við hvetjum alla til að vera með okkur í þessari 30 daga áskorun þar sem er fókuserað á kviðvöðvana að þessu sinni. Þetta eru 4 laufléttar æfingar þar sem plankinn góði verður á sínum stað. Tökum einn dag í einu og gefumst ekki upp.
Hér á þessum myndböndum getur þú séð hvernig á að gera æfingarnar rétt.
Nú er bara að hefjast handa og koma sér af stað. Gangi ykkur vel.