Flestir sem hafa flogið oftar en einu sinni ættu að kannast við það að lenda í seinkun af einhverju tagi.
Þegar farþegar flugs númer 719 með Frontier Airlines lentu í seinkun vegna veðurs á dögunum og urðu að dúsa í flugvélinni tímunum saman bjuggust þau seint við því sem flugmaður vélarinnar gerði. Flugvélin var á leiðinni frá Washington, D.C. til Denver þegar svo slæmt veður skall á að vélin þurfti að sveima yfir vestur Nebraska áður en hún lenti í Cheyenne í Wyoming vegna þess að vélin var að verða eldsneytislaus.
Farþegar voru búnir að sitja í vélinni í meira en klukkutíma og voru farnir að vera órónlegir og pirraðir sökum mikils hita í vélinni. Flugmaður vélarinnar tók þá á það ráð að panta 35 pítsur fyrir farþegana til að reyna að létta þeirra lund. Gerhard Brandner sem var flugmaðurinn í þessu flugi er án efa komin á spjöld sögunnar fyrir að vera besti flugmaður allra tíma fyrir það eitt að panta nóg af Dominoz pítsu.
Stuttu eftir að Gerhard hringdi í Dominos lét hann þessi orð falla í kallkerfið:
„Ladies and gentlemen, Frontier Airlines is known for being one of the cheapest airlines in the U.S., but your captain is not cheap. I just ordered pizza for the entire plane.“
Miðað við gleðina og fagnaðarlætin sem brutust út við þessar fréttir fóru farþegar afar sáttir út úr vélinni þegar hún lenti loks í Denver.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.