Já, það eru alltaf einhverjir sem taka hlutina skrefinu lengra en eðlilegt er. Nema að það sé kannski bara fullkomlega eðlilegt að láta húðflúra fésið á Dr.Phil á rasskinnina á sér? Nah, ég leyfi mér að efast. Eða Rachel Ray á öxlina – af því að hún er svo frábær sjónvarpskokkur? Eh, ég skil ekki. Skil alveg alls ekki.
Já, þessi er bara alveg rosalega mikill aðdáandi Drake. Og alveg óhrædd við að láta það í ljós.
Allt í lagi, ég væri til í eitt svona. Alveg agnarsmátt. Sem enginn gæti séð.
Ég ætla að fá hjá þér einn Dr.Phil. Á rassinn, takk.
Aðdáandi Modern Family?
Af því að það er bara fullkomlega eðlilegt að vera með Rachel Ray á öxlinni. Eða ekki.
Vel valin mynd af Oprah.
Persónulega hefði ég valið mér betri mynd af Britney. En það er bara ég.
Ég ætla ekki einu sinni að ræða þetta.
Ef maður elskar Fresh Prince alveg rosa rosa mikið.
Æ, það má nú tjá trú sína öðruvísi. Eða á öðrum líkamshluta.
Þetta á að vera flúr af Britney Spears. Nei, ég sé það ekki heldur.
Tengdar greinar:
Verða húðflúr alltaf hallærisleg með tímanum?Verða húðflúr alltaf hallærisleg með tímanum?
Hrífandi myndband af húðflúrun í nærmynd
Þú átt eftir að horfa öðrum augum á húðflúr eftir að hafa séð þetta – Myndband
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.