Fólk vill snerta vöruna áður en það kaupir

Nú um helgina verður Glæsimarkaðurinn haldinn í fjórða sinni á Nýbýlavegi í Kópavogi en Glæsimarkaðurinn er samansafn flottra vefverslanna með nýjar og spennandi vörr. Þarna er hægt að kaupa allskyns vörur og allir velkomnir.

Fyrsti Glæsimarkaðurinn var haldinn fyrir um það bil 8 vikum, þá var hann í einn dag á einni hæð, nú er þetta heldur betur að aukast og á þessum markaði gerum við ráð fyrir meira en 100 söluaðilum á tveim hæðum.
Sísí sem sér um Glæsimarkaðinn er eigandi netverslunarinnar krummafotur.is og segist hún hafa tekið eftir að fólk er hrætt við að kaupa vörur á netinu, vörur sem það hefur ekki komið við og þá hafi hún fengið hugmyndina að því að opna Glæsimarkaðinn.
„Þetta eru aðallega netverslanir en svo eru nokkrar úthverfisverslanir sem verða þarna líka. Þetta er svolítið eins og Kolaportið nema þarna má bara selja nýjar vörur,“ segir Sísí og útilokar það ekki að Glæsimarkaðurinn sé kominn til að vera. „Það er afar mikil gróska í netverslunum en fólk kannski gerir sér ekki almennilega grein fyrir því. Það er mikið af flottum hlutum og frábærar íslenskar hönnunarvörur, ásamt íslenskum sultum, sósum og drykkjum sem margir hafa aldrei séð auk þess sem verðið á ýmsum vörum er mun ódýrara en í hefðbundnum verslunum þökk sé minni yfirbyggingu.

ABC barnahjálp verður á staðnum með ABC glæsikaffi, en allur ágóði af kaffi og kökusölu rennur til ABC. Í næsta húsi er svo gríðarlega vel heppnaður flóamarkaður sem Berglind Hasler fréttakona og tónlistarmaður hefur umsjón með. Má segja að kannski sé gamla Toyotahúsið á Nýbýlavegi að verða miðstöð fyrir íslenska verslun og gerir öllum gott – bæði viðskiptavinum og kaupmönnum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here