Fór á spítala og skónum hennar var stolið – Fékk þá frá móður sinni heitinni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir birti einlæg skilaboð á Facebook síðu sinni, en hún lenti í því að Timberland skórnir hennar voru teknir af Domus Medica í gær, þar sem hún var segulómun.

Kæri þjófur.

Þetta er örugglega vitavonlaust. En ég ætla að reyna að ná sambandi við þig. Ég fór á spítala í gær eins og þú í hádeginu (12:00-12:30) nánar tiltekið Domus Medica – röntgendeild. Á meðan ég skrapp inn í segulómun vegna bakverkja tókstu Timberland skóna mína með sérhönnuðum innleggjum (+lést mig líta út eins og hálfvita að ganga út á ullarsokkum í bláum plasthlífum).
Ég veit að þetta er hvort um sig frekar dýrt, en ég veit líka að fæturnar á þér verða ekkert betri að ganga á inngleggjunum mínum. Mínir hinsvegar eru strax byrjaðir að kvarta þar sem ég þarf að ganga á þeim, þar sem ég er mjög slæm bæði í baki og hnjám. Það er alveg að koma vor (ég vona það allavega) og því verða Timberland skórnir kannski ekki notaðir í gríð og erg næstu mánuði, en þeir voru hluti af síðustu jólagjöfinni sem ég fékk frá mömmu minni heitinni. Mér þætti óskaplega vænt um að þú myndir sjá sóma þinn í því að skila þessu. Ef þig hefur alltaf langað í Timberland skó, en aldrei átt efni á þeim, þá vona ég að þeir komi þér að góðum notum, en vitir samt að það er ljótt að stela (sérstaklega á spítala!), en þú skilar þá kannski innleggjunum. Því þau kosta meira en hálfvirði skóna og þau geturu ekki selt á bland.is.

Kær kveðja, Áslaug Arna

10006992_10203488468273281_534406208_nVið hvetjum alla til þess að Áslaug fái, í það minnsta, innleggin sín til baka. Ef þú tókst skóna, eða veist hver gerði það sendið þá skilaboð á Áslaugu. Einnig má fara með innleggin (og skóna) í  Domus Medica ef viðkomandi vill ekki koma fram undir nafni.

SHARE