Hún notaði föt í stæð 24 og tók þá til sinna ráða. Hvernig fór hún að því að léttast um 50 kíló?
Gillian Gray, 41 árs húsmóðir var búin að fá meira en nóg af að troða sér í gallabuxurnar sem voru í stærð 24 í breskum númerum og lofaði sjálfri sér að á þessu skyldi verða breyting. Hún hafði heyrt af því að fólk væri að birta á fésbók myndir af og upplýsingar um matinn sem það borðaði í þeim tilgangi að fá stuðning við það átak að grenna sig.
Eiginmaður Gillian studdi hana dyggilega og eldaði alltaf fyrir hana og 12 ára dóttur þeirra.
Þegar þau hjónin hófu verk sitt vó Gillian 107 kg. Á myndinni hér fyrir ofan hefur hún lést um 41kg.
„Mér fannst mjög uppörvandi að sjá á fésbókinni hvað fólk sem var að grenna sig borðaði. Í fyrsta skipti sem Steven eldaði handa mér rækjur í chili sósu setti ég mynd af réttinum á fésbókina því að mér fannst stórkostlegt að matur sem var svona hollur og hagstæður gæti verið svona gómsætur. Vinir mínir og fjölskylda fylgdust vel með og hvöttu okkur áfram“.
Gillian fór að birta af sér myndir þegar hún var farin að grennast og á einu ári var hún komin niður í 63kg.
Hér fyrir neðan er mynd af Gillian áður en hún breytti lífstíl sínum. Hún segist hafa áttað sig þegar þau hjónin voru í útilegu árið 2011 og þá ákvað hún að nú yrði breyting á.
Göngur eru aðal líkamsrækt hennar
Þegar Gillian fór að léttast var líka auðveldara að ganga og göngur urðu og eru aðal líkamsæfing hennar. Hún hefur fengið mikinn stuðning frá fjölda fólks og deilt reynslu sinni með mörgum sem eru í sömu sporum og hún var.
Áður en hún byrjaði á hollu mataræði var hún vön að fá sér pylsur, beikon, egg, kartöflur og dökkt brauð í morgunmat. Svo kom hressing um miðjan morgun t.d. súkkulaði og kókglas. Í hádegismat fékk hún sér yfirleitt stóran Mac Donalds borgara og á kvöldin var oft lasagna og svo snarl með ídýfu fyrir háttinn.
Gillian segir að sér hafi hentað mjög vel að vinna þetta verk í raun fyrir opnum dyrum, fólk fylgdist með frammistöðu hennar og það var mjög gott fyrir hana. Hjónin eru enn að birta myndir á fésbók af matnum sem þau borða og þau hvetja fólk til að takast á við fituvanda sinn.
„Úr því ég gat það geta aðrir það líka“, segir hún í umfjöllun Dailymail.
Nú fær hún sér trefjaríkt morgunkorn eða soðið egg og ávöxt í morgunmat og súpu og píta brauð í hádeginu. Í kvöldmat eru mjög oft hitaeiningaskertar núðlur og fiskmeti og fituskertur jógúrt í snarl.
Síðasti spretturinn var erfiðastur og þar munaði mikið um hvatninguna frá vinum á fésbók sem fylgdust með henni og hvöttu hana á alla lund.