Sema Erla setti þetta myndband inn á Facebook hjá sér og skrifar:
Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma og kvenfyrirlitningar á Íslandi í dag.
Þessir gaurar eru stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins sem trúir því virkilega að það séu engir fordómar eða rasismi á Íslandi og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrikalega flottur og frábær og algjörlega ómeðvitaður um sín forréttindi og sitt framlag til þess að viðhalda valdakerfi og kúgun feðraveldisins, rasismans og hvítra yfirburða að honum finnst þetta bara í lagi – þrátt fyrir umræðuna síðustu daga (þetta myndband er tekið upp um helgina)! Hann er svo blindur á sína forrétindastöðu að honum finnst þessi subbulegi rasismi meira að segja eiga heima á internetinu svo að sem flestir geti notið hans! Þvílík skömm að þessari ógeðslegu rasísku hegðun.
Sema skrifar í lokin: „P.s. Ef þú hugsar með þér “það má ekkert lengur” eða “þetta er bara grín” þá ertu hluti af vandamálinu og þarft að fara í góða innri sjálfsskoðun. Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!
Hvað finnst ykkur lesendur góðir? Grín eða Rasismi?