Förðun – að breyta til

Ég er förðunarfræðingur og augljóslega finnst mér gaman að farða, mér finnst ótrúlega gaman þegar konur & stelpur á öllum aldri koma til mín og langar að breyta aðeins til og fara út fyrir normið í þeirra lífi. Stundum koma konur til mín sem eru að fara að gifta dætur sínar , stundum brúðurin sjálf en stundum fæ ég konur til mín sem eru jafnvel bara að fara á deit eða út að skemmta sér og langar að breyta til frá dagsdaglega look-inu og fá smá prinsessu meðferð. Mér finnst alltaf jafn gaman þegar þessar fallegu konur í öllum stærðum og gerðum líta í spegil og eru ánægðar, en til þess að vera ánægð með sjálfa þig með veislu förðun þarftu að vera ánægð með þig án förðunar líka.

Þegar þú farðar þig ertu ekki að breyta þínu eigin útliti – heldur er markmiðið að ýta undir það fallega sem þú hefur. Það er mikill misskilningur hjá þeim sem halda að það að fríska aðeins upp á sig með smá farða sé að breyta sjálfri þér og þínu útliti alveg.

 

Auðvitað gerist það að fólk kann ekki nógu vel að farða sig og þá getur þetta orðið öfugt – í staðinn fyrir að ýta undir það fallega sem þú hefur getur verið að þú felir það. En það er allt önnur saga.

Hvaða stelpa hefur ekki lent í því að karlmaður , hvort sem það er bara einhver dúddi út í bæ , pabbi eða kærasti, segi þessa setningu “ afhverju ertu að mála þig – þú þarft þess ekkert”
Þið meinið þetta vel og við vitum það flestar að þið viljið helst hafa okkur eins náttúrulegar og hægt er og það er líka frábært svona dagsdaglega , en mörgum finnst okkur (konum) gaman að breyta út frá vananum og setja smá augnskyggingu og gloss, það er bara svo rosalega gaman.

Eins og ég sagði áður – þegar þú farðar þig er markmiðið ekki að breyta þínu eigin útliti, heldur ýta undir það fallega sem þú hefur, hvort sem það eru varir, augu eða kinnbein.

Ekki vera hrædd við að prófa eitthvað nýtt og breyta út frá vananum, það getur verið svo ótrúlega gaman.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here