Ótrúlegt en satt og þó skemmtilega krúttlegt. Freknur eru í tísku, koma gríðarlega sterkar inn í haust og það mátti greinilega sjá á tískupöllunum fyrr á þessu ári. Lîflegt og ferskt, örlítið stelpulegt útlitið lætur svo líta út fyrir (sé rétt að staðið) að konan sé nær óförðuð, frískleg og fallega útitekin.
Dagar sólarpúðurs og bronslita eru á undanhaldi, en dumbrauði varaliturinn, náttúrulega útlítandi augabrúnir og freknur, gott fólk, eru málið nú í haust. Þetta merkir einnig að þær konur sem eru freknóttar frá náttúrunnar hendi mega nú stoltar bera freknurnar, fullvissar um að útlit þeirra fellur undir hátískustaðla nú í haust.
Tískuritið Elle tekur á trendinu og þar má meðal annars læra að ámálaðar freknur er hægt að draga með lítilli fyrirhöfn, en einnig að örlitlar og ljósar freknur geti gefið andlitinu yngra og stríðnislega fallegt yfirbragð. Konum um og yfir þrítugu er sérstaklega ráðlagt að stúdera freknuförðun, þar sem tæknin geti gert þær unglegri, frísklegri og fallegri allt um leið.
Elle mælir með vönduðum augnabrúnablýanti til verksins og nefnir þar Stila Stay All Day Waterproof Brow Color til sögunnar, sem vefurinn segir geta gert kraftaverk, ekki bara fyrir augabrúnirnar sjálfar heldur einig fyrir andlitshörundið.
The pen feels like it has a normal felt tip, but in fact, it’s a cluster of very fine, thin hairs pointed together. This helps get that effortlessly freckled look, without seeming like you’re channeling Pippi Longstocking.
Umfjöllun ELLE má lesa hér. Lánsamar eru þær fallegu konur sem fæddust með freknur!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.